tisa: Tinna punktur is

þriðjudagur, október 24, 2006

Tinna punktur is

Ég fann þá. Eftir langa og krefjandi leit. Og þarna blöstu þeir bara við mér. Svona rétt eins eins og þeir hefðu verið að bíða eftir mér. Andlit mitt byrjaði að ljóma. En það er líka af því ég er svo hvít.
Þeir voru svo fullkomnir. Fjólubláir og fullkomnir. Og hællinn. Hællinn var fullkominn. Ég hljóp að þeim og tók þá í fang mitt. Ó loksins. "Ó loksins" grét ég. Svo leit ég á verðið...




Ég er farin að hemja mig. Ég er líka farin að hemja mig í skókaupum.
Afhverju? Þið gætuð kannski spurt ykkur að því. Af hverju?
Svarið er einfalt: Ástralía.
Það er að minnsta kosti planið. Ég gæti þurft að hætta í skólanum. Ef ég fæ ekki leyfi frá honum. Og hvað geri ég þá. Hrafnista til framtíðar?

Og talandi um Hrafnistu. Það eru komnir heilir sjö strákar þangað. Alveg hreint ótrúlegt. Ótrúlegt segi ég.

Og talandi um ótrúlega hluti.

Ég fór í klippingu. Mér fannst ég líta út eins og japönsk teiknimyndahetja. En ekki lengur. Ég þurfti bara að sofa á hárinu. Þá aðlagaðist það mér.



En annars....

Sögusagnir um Seljaskólafólks endurhitting skal eigi vera sögusögn meir heldur sannleikur.

Og já. Ég mun fara að gráta ef ég verð skilin út undan. Hátt. Og fast.


Núna ætla ég út á Seltjarnarnes. Það er svo Freyja fari ekki að gráta.

Því ég græti ekki fólk. Viljandi.





Tinna - Leti er lífstíll



Ps. Msn kindin mín er týnd. Getur einhver fundið hana?

tisa at 20:31

4 comments